„Ég bjargaði mannslífi í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 16:00 Þórhildur Ólafsdóttir var stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með eiginmanni sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Samsett mynd Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira