Ferðafólk eykur matarinnkaup Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Hlutfall dagvöru í verslun erlendra ferðamanna hefur vaxið hratt undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira