Fox stendur með blaðamanni CNN Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:05 Blaðamenn í Bandaríkjunum eru æfir vegna ákvörðunar yfirmanna samskiptamála hjá Hvíta húsinu að banna blaðamanni CNN að mæta á blaðamannafund. Vísir/AP Kaitlan Collins, fréttamaður á CNN, var bannað að sitja blaðamannafund sem haldinn var í Rósa-garðinum við Hvítahúsið í gær vegna þess að yfirmenn samskiptamála voru ósáttir við spurningar Collins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sátu fyrir svörum á fundinum. Bandarískir blaðamenn eru upp til hópa afar ósáttir við framgöngu yfirmanna samskiptamála og telja að með ákvörðun þeirra hafi verið vegið gróflega að fjölmiðlafrelsi. Einn þeirra sem hefur stigið fram til varnar Collins er Bret Baier, fréttamaður á fréttastofu Fox.As a member of the White House Press pool- @FoxNews stands firmly with @CNN on this issue and the issue of access https://t.co/TFwfLQtP9h— Bret Baier (@BretBaier) July 25, 2018 Í stöðuuppfærslu á Twitter segir hann að fréttastofa Fox standi heilshugar með fréttastofu CNN í málinu. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, sendi fréttatilkynningu þar sem hún gerir grein fyrir ákvörðuninni. Hún segir að Collins hafi hrópað spurningar að forsetanum og neitað að yfirgefa salinn þegar hún hafi ítrekað verið beðin um það. Því hafi hún ekki verið velkomin í næsta fund.Sarah Sanders statement on White House decision to ban a reporter who asked questions. pic.twitter.com/w3b9FCIvIo— WHCA (@whca) July 25, 2018 Trump hefur fréttastofu Fox í hávegum og hefur margoft veitt þeim ítarleg viðtöl á sama tíma og hann hefur harðlega gagnrýnt CNN.Tímabært að ókurteisi hafi afleiðingar Ekki virðast þó allir vera á einu máli innan fréttastofu Fox því þáttastjórnandi Fox Business, Lou Dobbs, hæddist að blaðamanni CNN, Kaitlyn Collins, í þætti sínum þar sem hann gerði blaðamannafundinn umtalaða að umfjöllunarefni sínu. Sjá myndbrot. Það liggur ekki fyrir hvort hann hafi vitað af stuðningsyfirlýsingu samstarfsfélaga síns hjá Fox þegar hann tók afstöðu með yfirmönnum samskiptamála hjá Hvíta húsinu. „Það eina sem ég hef að segja um þetta mál er að það er tími til kominn að hafi afleiðingar að hafa í frammi ókurteisi í Hvíta húsinu.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Kaitlan Collins, fréttamaður á CNN, var bannað að sitja blaðamannafund sem haldinn var í Rósa-garðinum við Hvítahúsið í gær vegna þess að yfirmenn samskiptamála voru ósáttir við spurningar Collins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sátu fyrir svörum á fundinum. Bandarískir blaðamenn eru upp til hópa afar ósáttir við framgöngu yfirmanna samskiptamála og telja að með ákvörðun þeirra hafi verið vegið gróflega að fjölmiðlafrelsi. Einn þeirra sem hefur stigið fram til varnar Collins er Bret Baier, fréttamaður á fréttastofu Fox.As a member of the White House Press pool- @FoxNews stands firmly with @CNN on this issue and the issue of access https://t.co/TFwfLQtP9h— Bret Baier (@BretBaier) July 25, 2018 Í stöðuuppfærslu á Twitter segir hann að fréttastofa Fox standi heilshugar með fréttastofu CNN í málinu. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, sendi fréttatilkynningu þar sem hún gerir grein fyrir ákvörðuninni. Hún segir að Collins hafi hrópað spurningar að forsetanum og neitað að yfirgefa salinn þegar hún hafi ítrekað verið beðin um það. Því hafi hún ekki verið velkomin í næsta fund.Sarah Sanders statement on White House decision to ban a reporter who asked questions. pic.twitter.com/w3b9FCIvIo— WHCA (@whca) July 25, 2018 Trump hefur fréttastofu Fox í hávegum og hefur margoft veitt þeim ítarleg viðtöl á sama tíma og hann hefur harðlega gagnrýnt CNN.Tímabært að ókurteisi hafi afleiðingar Ekki virðast þó allir vera á einu máli innan fréttastofu Fox því þáttastjórnandi Fox Business, Lou Dobbs, hæddist að blaðamanni CNN, Kaitlyn Collins, í þætti sínum þar sem hann gerði blaðamannafundinn umtalaða að umfjöllunarefni sínu. Sjá myndbrot. Það liggur ekki fyrir hvort hann hafi vitað af stuðningsyfirlýsingu samstarfsfélaga síns hjá Fox þegar hann tók afstöðu með yfirmönnum samskiptamála hjá Hvíta húsinu. „Það eina sem ég hef að segja um þetta mál er að það er tími til kominn að hafi afleiðingar að hafa í frammi ókurteisi í Hvíta húsinu.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira