Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 16:30 Angela Merkel lætur orð Bandaríkjaforseta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57