„Síminn hefur ekki stoppað“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 09:46 Hluti íbúða Bjargs rís nú í Spönginni. Félagið er með um 1400 íbúðir í byggingu. Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15