Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 12:02 Sprunga fannst í norðurhlíð Svínafellsheiðar ofan við jökulinn árið 2014. Almannavarnir Almannavarnir hafa gefið út viðvörun þar sem varað er við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum. Fylgst hefur verið með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár vegna hættu á meiriháttar berghlaupi. Þeim tilmælum er beint til ferðaþjónustuaðila að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættunnar á því að skriður falli á jökulinn við núverandi aðstæður. Þá beina Almannavarnir þeim tilmælum til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess að draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn. Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði, að því er segir á vef Almannavarna. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Breidd sprungunnar var mæld árið 2016 og mælingin var endurtekin árið 2017. Þá kom í ljós að sprungan hafði gliðnað um 0,4 til 1,3 cm á einu ári. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Nýleg greining á myndum frá gervitunglum sýnir að svæðið neðan sprungnanna hreyfðist um 2 til 4 cm frá mánaðamótum ágúst/september 2016 og fram til sama tíma árið 2017. Varað varð við möguleikanum á berghlaupi á jökulinn í maí. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur fylgst með sprungunum síðustu árin, segir að HÍ og Veðurstofan kappkosti nú við að setja upp nauðsynleg mælitæki til að fylgjast með hreyfingunum í heiðinni eins hratt og mögulegt er. Snjór og ís hafi torveldað mælingar í byrjun sumars. Þegar mælitækin verða komin upp verði hægt að fylgjast með hreyfingunum í rauntíma.Útiloka ekki stórt berghlaup Svæðið sem hreyfist er 0,5–1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins á hreyfingu gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. Aldur sprungnanna er óþekktur, þær sjást ekki á loftmynd frá 2003 en eru greinilegar á landlíkani frá 2011. Þær hafa því líklega myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessu tímabili. Samfara hlýnandi loftslagi á undanförnum árum og áratugum hafa skriðjöklar hopað og þynnst mikið hér á landi. Þegar jöklarnir hopa standa oft eftir brattar hlíðar ofan skriðjökla sem kunna að vera óstöðugar þegar aðhaldi jökulsins sleppir og geta hrunið niður á jöklana, stundum í miklum berghlaupum. Slík hlaup eru þekkt víða um heim. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Berghlaup sem falla á jökla geta brotið upp jökulís og hrifið með sér vatn úr jökullónum þannig að úr verður hlaup sem er sambland af jarðefnum, vatni og ís. Slík hlaup geta í sumum tilfellum dreift mikið úr sér og ferðast langar leiðir. Almannavarnir Loftslagsmál Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Almannavarnir hafa gefið út viðvörun þar sem varað er við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum. Fylgst hefur verið með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár vegna hættu á meiriháttar berghlaupi. Þeim tilmælum er beint til ferðaþjónustuaðila að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættunnar á því að skriður falli á jökulinn við núverandi aðstæður. Þá beina Almannavarnir þeim tilmælum til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess að draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn. Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði, að því er segir á vef Almannavarna. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Breidd sprungunnar var mæld árið 2016 og mælingin var endurtekin árið 2017. Þá kom í ljós að sprungan hafði gliðnað um 0,4 til 1,3 cm á einu ári. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Nýleg greining á myndum frá gervitunglum sýnir að svæðið neðan sprungnanna hreyfðist um 2 til 4 cm frá mánaðamótum ágúst/september 2016 og fram til sama tíma árið 2017. Varað varð við möguleikanum á berghlaupi á jökulinn í maí. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur fylgst með sprungunum síðustu árin, segir að HÍ og Veðurstofan kappkosti nú við að setja upp nauðsynleg mælitæki til að fylgjast með hreyfingunum í heiðinni eins hratt og mögulegt er. Snjór og ís hafi torveldað mælingar í byrjun sumars. Þegar mælitækin verða komin upp verði hægt að fylgjast með hreyfingunum í rauntíma.Útiloka ekki stórt berghlaup Svæðið sem hreyfist er 0,5–1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins á hreyfingu gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. Aldur sprungnanna er óþekktur, þær sjást ekki á loftmynd frá 2003 en eru greinilegar á landlíkani frá 2011. Þær hafa því líklega myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessu tímabili. Samfara hlýnandi loftslagi á undanförnum árum og áratugum hafa skriðjöklar hopað og þynnst mikið hér á landi. Þegar jöklarnir hopa standa oft eftir brattar hlíðar ofan skriðjökla sem kunna að vera óstöðugar þegar aðhaldi jökulsins sleppir og geta hrunið niður á jöklana, stundum í miklum berghlaupum. Slík hlaup eru þekkt víða um heim. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Berghlaup sem falla á jökla geta brotið upp jökulís og hrifið með sér vatn úr jökullónum þannig að úr verður hlaup sem er sambland af jarðefnum, vatni og ís. Slík hlaup geta í sumum tilfellum dreift mikið úr sér og ferðast langar leiðir.
Almannavarnir Loftslagsmál Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23