Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:23 Svínafellsjökull er skriðjökull sem gengur út frá Vatnajökli. vísir/sunna Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira