Dómur vegna kynferðisbrota gegn skjólstæðingi í kristilegu starfi ekki þyngdur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:45 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, skuli sæta fangelsi í átján mánuði fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið.Héraðsdómur dæmdi ímálinu síðastliðið sumar en Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur.Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Í dómi héraðsdóms segir að stúlkan hafi trúað ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en hann hafi tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu.Kvaðst stúlkan enn fremur hafa litið á manninn sem trúnaðarvin og föðurímynd.Í dómi Landsréttarer fallist á það með héraðsdómi að ákærði hafi notfært sér bágar aðstæður stúlkunnar og yfirburðastöðu sína gagnvart henni sökum aldurs og reynslu til að hafa við hana samræði.Þá segir einnig að stúlkunni og manninum hafi fyrir Landsrétti borið saman um málsatvik í öllum meginatriðum. Með hliðsjón af framburði þeirra var lagt til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi að þau hefðu haft samræði í 18 skipti á tímabilinu júní til ágúst 2015.Staðfesti Landsréttur sakfellingu og refsingu mannsins, átján mánaða fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, um tvær milljónir króna. Dómsmál Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sína gagnvart henni. 12. júlí 2017 15:01 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, skuli sæta fangelsi í átján mánuði fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið.Héraðsdómur dæmdi ímálinu síðastliðið sumar en Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur.Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Í dómi héraðsdóms segir að stúlkan hafi trúað ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en hann hafi tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu.Kvaðst stúlkan enn fremur hafa litið á manninn sem trúnaðarvin og föðurímynd.Í dómi Landsréttarer fallist á það með héraðsdómi að ákærði hafi notfært sér bágar aðstæður stúlkunnar og yfirburðastöðu sína gagnvart henni sökum aldurs og reynslu til að hafa við hana samræði.Þá segir einnig að stúlkunni og manninum hafi fyrir Landsrétti borið saman um málsatvik í öllum meginatriðum. Með hliðsjón af framburði þeirra var lagt til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi að þau hefðu haft samræði í 18 skipti á tímabilinu júní til ágúst 2015.Staðfesti Landsréttur sakfellingu og refsingu mannsins, átján mánaða fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sína gagnvart henni. 12. júlí 2017 15:01 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sína gagnvart henni. 12. júlí 2017 15:01