Ferðamannalón í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2018 19:30 Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira