Fólkið fyrst Edda Hermannsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Edda Hermannsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun