Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:37 Hér má sjá þar sem verið er að rukka ökumenn fyrir að leggja á bílastæðinu við Hraunfossa í morgun. kristrún snorradóttir Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00
Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent