Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 14:56 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí í fyrra en henni var frestað til október. Hún var svo stöðvuð skömmu eftir að hún hófst. Vísir/Vilhelm Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær. Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37