Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 13:33 Viðmælendur voru sammála um að góðar samgöngur séu forsenda ferðaþjónustu úti á landi. VISIR / GETTY Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30
Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28