Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 13:33 Viðmælendur voru sammála um að góðar samgöngur séu forsenda ferðaþjónustu úti á landi. VISIR / GETTY Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30
Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28