Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 18:27 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09