Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 09:24 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33