Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir það vera vonbrigði að innanlandsflugið frá Keflavík falli niður. VÍSIR/EYÞÓR Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45