Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson. Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira