Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 22:26 Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. Vísir/Ernir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag? Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag?
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent