30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum: „Ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:45 Maðurinn neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dómsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira