Eina lausa húsnæðið á landsbyggðinni oft illa farið eða uppfyllir ekki kröfur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 21:30 Frá fundi Íbúðaránasjóðs á Sauðárkróki í dag. Íbúðalánasjóður Stjórn Íbúðalánasjóðs fundaði í dag á Sauðárkróki. Tilefni fundarins þar var opnun nýs húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs sem varð til með yfirtöku sjóðsins á útgreiðslum húsnæðisbóta. Meðal þess sem fram kemur í nýrri ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs er að nauðsynlegt sé að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu húsnæðis um allt land. Stjórnin samþykkti einnig í dag að grípa til aðgerða til að bæta stöðu leigjenda sem rannsóknir sýna að búa við mun hærri húsnæðiskostnað en aðrir hópar. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra var viðstaddur opnun húsnæðisbótasviðsins á Sauðárkróki og fagnaði í ávarpi sínu ákvörðun Íbúðalánasjóðs um að setja húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni í forgang. Þá sagði hann leigjendur vera hóp sem þurfi verulega aukinn stuðning enda búi allt of stór hluti þeirra við fátækt og lítið sem ekkert húsnæðisöryggi.Mikil þörf á uppbyggingu Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði kemur fram að ákvörðun sjóðsins um að grípa til aðgerða vegna langrar stöðnunar í húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni sé í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í húsnæðiskafla sáttmálans stendur að „öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, er ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags.“ Sjóðurinn skoðar nú þær leiðir sem eru færar til að bregðast við skorti á nýbyggingum á landsbyggðinni. Meðal þess sem er til skoðunar er að taka upp sömu úrræði hér á landi og eru til staðar fyrir framkvæmdaraðila á strjálbýlum svæðum í nágrannalöndum okkar varðandi fjármögnun. Lögð er áherslu á að vinnan skili árangri sem fyrst og verði í formi raunhæfra tillagna sem ráðherra og ríkisstjórn geti tekið afstöðu til.“ Greining Íbúðalánasjóðs bendir til þess að mikil þörf sé á uppbyggingu hentugs íbúðarhúsnæðis á ýmsum þéttbýlissvæðum allt í kringum landið. Nýframkvæmdir á húsnæðismarkaði hafi þó síðustu ár að mestu einskorðast við SV-hornið. Segir í tilkynningu sjóðsins að þörfin fyrir nýtt húsnæði er meðal annars vegna fólksfjölgunar í kjölfar aukinna atvinnutækifæra. Þá er oft eina lausa húsnæðið í boði fyrir nýja íbúa illa farið eða húsnæði sem uppfyllir á ýmsan hátt ekki kröfur nútímans. Hækkun fasteignaverðs sem valdið hefur fyrstu kaupendum á höfuðborgarsvæðinu vandræðum er ekki stórt vandamál á landsbyggðinni heldur sú staðreynd að lítil sem engin uppbygging hefur átt sér stað. Íbúðarlánasjóður hefur fundað með yfir 50 sveitarfélögum frá árinu 2017 vegna vinnu við gerð húsnæðisáætlana. Hefur þar komið fram að áskoranir þeirra séu ólíkar en öll sveitarfélögin eigi þó sameiginlegt að eiga við skort á íbúðarhúsnæði. Í sumum sveitarfélögum sé þetta farið að hamla uppbyggingu atvinnuvega, þar sem starfsfólk fái ekki húsnæði.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórLandsbyggðin hefur setið eftir„Bætt staða fólks á leigumarkaði og örvun nýbygginga á landsbyggðinni eru hvoru tveggja stór verkefni. Aðgangur að viðunandi húsnæði er lykilatriði til að okkur vegni vel sem einstaklingum, sem fjölskyldum og sem samfélagi í heild. Undanfarin áratug hefur nær ekkert nýtt húsnæði verið byggt á mörgum stöðum á landinu og skýringarnar á því eru ekki fullnægjandi. Lánastofnanir hafa verið tregar til að veita lán til margra staða utan höfuðborgarsvæðisins og byggingaraðilar eru þar ekki heldur á hverju strái,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs. „Við höfum ákveðið að bregðast við þessu. Það þýðir ekki að við ætlum að finna upp hjólið. Husbanken í Noregi, sem er þarlend systurstofnun Íbúðalánasjóðs, hefur fjármagnað og stutt við húsnæðisuppbygginu meðfram ströndum Noregs og í dreifbýlinu þar um árabil. Hann hefur þrátt fyrir það ekki orðið fyrir alvarlegum útlánatöpum enda getur þolinmóður lánveitandi leyft sér að velja fleiri markaði en þá sem þykja mest spennandi hverju sinni. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að fólk búi í viðunandi húsnæði. Við sjáum að fjölmörg öflug fyrirtæki vítt og breitt um landið í iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu kalla eftir að byggt sé húsnæði fyrir þeirra fólk. Íbúðalánasjóður hefur þá ábyrgð að framfylgja húsnæðisstefnu stjórnvalda og það er alveg morgunljóst að það verður ekki lengur unað við þetta stöðnunarástand.“ Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra segir að það liggi í augum uppi að fólk þurfi að hafa aðgang að húsnæði. „Landsbyggðin hefur því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórnvalda. Það er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til þess að tryggja betur húsnæðisöryggi landsmanna, óháð búsetu. Við getum ekki látið það viðgangast að fólki mæti húsnæðisskortur og oft á tíðum val um annars flokks húsnæði þegar það flyst út á land, því það er oft eina húsnæðið sem er laust. Þetta er óviðunandi og skekkir enn frekar samkeppnisstöðu minni sveitarfélaga. Húsnæði er grunnþörf og að sjálfsögðu þarf að byggja nýtt húsnæði og ráðast í endurbætur á fleiri stöðum en SV-horninu. Atvinnulífið á landsbyggðinni er afar þróttmikið um þessar mundir. Ég tel að fólki sem hefur svigrúm til að greiða af húsnæði, þurfa að standa til boða að fá húsnæðislán eða fá almennilegt leiguhúsnæði. Það er kýrskýrt að þarna eru markaðsöflin að bregðast og þá verðum við að mæta því. Fólk verður að hafa aðgang að húsnæði. Það liggur í augum uppi.“Ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs um uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinniAðgangur að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði er ein grundvallarforsenda þess að okkur vegni vel sem einstaklingum, sem fjölskyldum og sem samfélagi í heild. Mikill skortur er á viðunandi húsnæði um allt land og stendur landsbyggðin illa vegna þess markaðsbrests sem þar ríkir í nýbyggingu húsnæðis og fjármögnun þess. Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum hafa ekki náð að leysa þann vanda og hafa byggðir utan höfuðborgarsvæðisins því setið eftir í vissum skilningi. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ákveðið að sjóðurinn vinni tillögur að leiðum til að bregðast við þessum vanda, sem skilað verður til ráðherra. Meðal annars verði horft til reynslu Husbanken í Noregi og ARA í Finnlandi þar sem mikil samvinna er milli stofnana, sveitarfélaga og framkvæmdaraðila þar sem unnið er að sértækum lausnum fyrir einstök sveitarfélög. Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Stjórn Íbúðalánasjóðs fundaði í dag á Sauðárkróki. Tilefni fundarins þar var opnun nýs húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs sem varð til með yfirtöku sjóðsins á útgreiðslum húsnæðisbóta. Meðal þess sem fram kemur í nýrri ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs er að nauðsynlegt sé að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu húsnæðis um allt land. Stjórnin samþykkti einnig í dag að grípa til aðgerða til að bæta stöðu leigjenda sem rannsóknir sýna að búa við mun hærri húsnæðiskostnað en aðrir hópar. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra var viðstaddur opnun húsnæðisbótasviðsins á Sauðárkróki og fagnaði í ávarpi sínu ákvörðun Íbúðalánasjóðs um að setja húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni í forgang. Þá sagði hann leigjendur vera hóp sem þurfi verulega aukinn stuðning enda búi allt of stór hluti þeirra við fátækt og lítið sem ekkert húsnæðisöryggi.Mikil þörf á uppbyggingu Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði kemur fram að ákvörðun sjóðsins um að grípa til aðgerða vegna langrar stöðnunar í húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni sé í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í húsnæðiskafla sáttmálans stendur að „öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, er ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags.“ Sjóðurinn skoðar nú þær leiðir sem eru færar til að bregðast við skorti á nýbyggingum á landsbyggðinni. Meðal þess sem er til skoðunar er að taka upp sömu úrræði hér á landi og eru til staðar fyrir framkvæmdaraðila á strjálbýlum svæðum í nágrannalöndum okkar varðandi fjármögnun. Lögð er áherslu á að vinnan skili árangri sem fyrst og verði í formi raunhæfra tillagna sem ráðherra og ríkisstjórn geti tekið afstöðu til.“ Greining Íbúðalánasjóðs bendir til þess að mikil þörf sé á uppbyggingu hentugs íbúðarhúsnæðis á ýmsum þéttbýlissvæðum allt í kringum landið. Nýframkvæmdir á húsnæðismarkaði hafi þó síðustu ár að mestu einskorðast við SV-hornið. Segir í tilkynningu sjóðsins að þörfin fyrir nýtt húsnæði er meðal annars vegna fólksfjölgunar í kjölfar aukinna atvinnutækifæra. Þá er oft eina lausa húsnæðið í boði fyrir nýja íbúa illa farið eða húsnæði sem uppfyllir á ýmsan hátt ekki kröfur nútímans. Hækkun fasteignaverðs sem valdið hefur fyrstu kaupendum á höfuðborgarsvæðinu vandræðum er ekki stórt vandamál á landsbyggðinni heldur sú staðreynd að lítil sem engin uppbygging hefur átt sér stað. Íbúðarlánasjóður hefur fundað með yfir 50 sveitarfélögum frá árinu 2017 vegna vinnu við gerð húsnæðisáætlana. Hefur þar komið fram að áskoranir þeirra séu ólíkar en öll sveitarfélögin eigi þó sameiginlegt að eiga við skort á íbúðarhúsnæði. Í sumum sveitarfélögum sé þetta farið að hamla uppbyggingu atvinnuvega, þar sem starfsfólk fái ekki húsnæði.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórLandsbyggðin hefur setið eftir„Bætt staða fólks á leigumarkaði og örvun nýbygginga á landsbyggðinni eru hvoru tveggja stór verkefni. Aðgangur að viðunandi húsnæði er lykilatriði til að okkur vegni vel sem einstaklingum, sem fjölskyldum og sem samfélagi í heild. Undanfarin áratug hefur nær ekkert nýtt húsnæði verið byggt á mörgum stöðum á landinu og skýringarnar á því eru ekki fullnægjandi. Lánastofnanir hafa verið tregar til að veita lán til margra staða utan höfuðborgarsvæðisins og byggingaraðilar eru þar ekki heldur á hverju strái,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs. „Við höfum ákveðið að bregðast við þessu. Það þýðir ekki að við ætlum að finna upp hjólið. Husbanken í Noregi, sem er þarlend systurstofnun Íbúðalánasjóðs, hefur fjármagnað og stutt við húsnæðisuppbygginu meðfram ströndum Noregs og í dreifbýlinu þar um árabil. Hann hefur þrátt fyrir það ekki orðið fyrir alvarlegum útlánatöpum enda getur þolinmóður lánveitandi leyft sér að velja fleiri markaði en þá sem þykja mest spennandi hverju sinni. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að fólk búi í viðunandi húsnæði. Við sjáum að fjölmörg öflug fyrirtæki vítt og breitt um landið í iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu kalla eftir að byggt sé húsnæði fyrir þeirra fólk. Íbúðalánasjóður hefur þá ábyrgð að framfylgja húsnæðisstefnu stjórnvalda og það er alveg morgunljóst að það verður ekki lengur unað við þetta stöðnunarástand.“ Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra segir að það liggi í augum uppi að fólk þurfi að hafa aðgang að húsnæði. „Landsbyggðin hefur því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórnvalda. Það er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til þess að tryggja betur húsnæðisöryggi landsmanna, óháð búsetu. Við getum ekki látið það viðgangast að fólki mæti húsnæðisskortur og oft á tíðum val um annars flokks húsnæði þegar það flyst út á land, því það er oft eina húsnæðið sem er laust. Þetta er óviðunandi og skekkir enn frekar samkeppnisstöðu minni sveitarfélaga. Húsnæði er grunnþörf og að sjálfsögðu þarf að byggja nýtt húsnæði og ráðast í endurbætur á fleiri stöðum en SV-horninu. Atvinnulífið á landsbyggðinni er afar þróttmikið um þessar mundir. Ég tel að fólki sem hefur svigrúm til að greiða af húsnæði, þurfa að standa til boða að fá húsnæðislán eða fá almennilegt leiguhúsnæði. Það er kýrskýrt að þarna eru markaðsöflin að bregðast og þá verðum við að mæta því. Fólk verður að hafa aðgang að húsnæði. Það liggur í augum uppi.“Ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs um uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinniAðgangur að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði er ein grundvallarforsenda þess að okkur vegni vel sem einstaklingum, sem fjölskyldum og sem samfélagi í heild. Mikill skortur er á viðunandi húsnæði um allt land og stendur landsbyggðin illa vegna þess markaðsbrests sem þar ríkir í nýbyggingu húsnæðis og fjármögnun þess. Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum hafa ekki náð að leysa þann vanda og hafa byggðir utan höfuðborgarsvæðisins því setið eftir í vissum skilningi. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ákveðið að sjóðurinn vinni tillögur að leiðum til að bregðast við þessum vanda, sem skilað verður til ráðherra. Meðal annars verði horft til reynslu Husbanken í Noregi og ARA í Finnlandi þar sem mikil samvinna er milli stofnana, sveitarfélaga og framkvæmdaraðila þar sem unnið er að sértækum lausnum fyrir einstök sveitarfélög.
Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira