Teikn á lofti um aukna verðbólgu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:22 Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir brýnt að horfa til annarra áhrifaþátta en verið hefur til að meta verðbólguhorfur. Kvika Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36