Mikil fjölgun á íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. febrúar 2018 12:51 Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu. Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu.
Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira