Ísland verði „land hreindýranna“ Ole Anton Bieltvedt. skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun