Ísland verði „land hreindýranna“ Ole Anton Bieltvedt. skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar