Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:20 Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar