Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 12:09 Robert Mueller rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00