Titlarnir teknir af lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lögmenn eru ekki lengur titlaðir með hdl eða hrl. vísir/anton brink Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.” Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.”
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira