Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 15:30 Sambærileg íbúð á Stúdentagörðum er leigð út á 90 þúsund krónur. Vísir Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast. Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast.
Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira