Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja aðstoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. vísir/auðunn „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44