Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 14:25 Kristen Stewart og Blake Lively með Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2016. Vísir/Getty Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop. Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop.
Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45
Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30