Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:34 Vignir Þór Siggeirsson er þakklátur öllum þeim sem unnu að björguninni í gær. Vísir/Vilhelm Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20