Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 14. desember 2017 09:45 Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Rannver Rafnsson Tengdar fréttir Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun