Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 14. desember 2017 09:45 Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Rannver Rafnsson Tengdar fréttir Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun