Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:09 Klippt á borðann og samgöngumannvirkið formlega opnað. Frá vinstri: Andrés Sigurðsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Dofri Eysteinsson. Vegagerðin Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu. Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi hafa verið tekin í notkun en unnið hefur verið að þeim frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi talið aukast verulega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu gatnamótin formlega í dag með því að klippa á borða ásamt Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og forráðamönnum verktakanna, Andrési Sigurðssyni frá Loftorku ehf. og Dofra Eysteinssyni frá Suðurverki hf.Loftmynd af nýju gatnamótunum.Hersir Gíslason.Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun. Fjögur tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðendur, Loftorku ehf. og Suðurverk hf., sem skiluðu sameiginlegu tilboði upp á rúmlega 900 milljónir króna en heildarkostnaður verksins alls verður kringum 1.100 milljónir. Allmargir undirverktakar komu einnig við sögu og eftirlit var á vegum VSÓ ráðgjafar ehf. Verksamningar voru undirritaðir 21. mars og hófst uppsteypa brúarmannvirkis 21. júlí. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson og Rósa Guðbjartsdóttir sögðu nokkur orð við athöfnina og sögu mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað auka umferðaröryggi og væri mikil samgöngubót að verkinu.
Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira