Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Baldur Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Vegagerðin. „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent