Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Svanur býr í bíl í Laugardal og þarf varanlegt húsnæði. vísir/vilhelm Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55