Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2017 19:00 Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira