Börn sækist í bækur á ensku Bjarki Sigurðsson og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2025 21:22 Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, segir að áhugi barna á lestri hafi alls ekki dvínað. Vísir/Bjarni Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. Þetta er í þrítugasta sinn sem verðlaunin eru afhent og í þetta sinn hlaut þau Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla. Í rökstuðningi segir að Dröfn hafi á undanförnu árum vakið athygli fyrir öflugt starf á bókasafninu, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún tali opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka. „Þetta er auðvitað ákaflega mikill heiður að fá þessi verðlaun. Mér finnst líka svo gott að finna að þau málefni sem ég hef brunnið fyrir séu komin í deigluna,“ segir Dröfn. „Mér finnst til dæmis áhugi barna á lestri alls ekki hafa dvínað. Þau eru mjög áhugasöm um lestur, en þau biðja mig um bækur sem við eigum ekki til á íslensku. Ef við sjáum þeim ekki fyrir þeim bókum, þá lesa þau þær bækur á ensku.“ Þá hlutu Samtökin '78 sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir Hýryrðasamkeppni þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Formaður Samtakanna segist þykja gríðarlega vænt um viðurkenninguna. Orðin eru fjölmörg sem Samtökin hafa komið að því að smíða, en hvert er hennar uppáhald? Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna '78.Vísir/Bjarni „Ég held að það verði að vera gleðiganga. Ég skoðaði þetta aðeins fyrir daginn í dag, við vorum að fara yfir öll þessi frábæru orð sem hafa komið til dæmis úr hýryrðakeppninni sem við höfum haldið undanfarin ár, frábær orð, kvár, stálp og önnur slík,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. „En gleðiganga, það orð, það hefur þessa djúpu merkingu fyrir okkur. Það er engin önnur pride ganga í heiminum sem á sér orð eins og þetta. Það nær einhvern veginn utan um hvernig íslenskt samfélag lítur á hinsegin samfélagið, og hvernig við viljum öll vera saman í þessu, þetta er algjörlega einstakt orð.“ Íslensk tunga Börn og uppeldi Bókmenntir Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta er í þrítugasta sinn sem verðlaunin eru afhent og í þetta sinn hlaut þau Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla. Í rökstuðningi segir að Dröfn hafi á undanförnu árum vakið athygli fyrir öflugt starf á bókasafninu, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún tali opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka. „Þetta er auðvitað ákaflega mikill heiður að fá þessi verðlaun. Mér finnst líka svo gott að finna að þau málefni sem ég hef brunnið fyrir séu komin í deigluna,“ segir Dröfn. „Mér finnst til dæmis áhugi barna á lestri alls ekki hafa dvínað. Þau eru mjög áhugasöm um lestur, en þau biðja mig um bækur sem við eigum ekki til á íslensku. Ef við sjáum þeim ekki fyrir þeim bókum, þá lesa þau þær bækur á ensku.“ Þá hlutu Samtökin '78 sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir Hýryrðasamkeppni þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Formaður Samtakanna segist þykja gríðarlega vænt um viðurkenninguna. Orðin eru fjölmörg sem Samtökin hafa komið að því að smíða, en hvert er hennar uppáhald? Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna '78.Vísir/Bjarni „Ég held að það verði að vera gleðiganga. Ég skoðaði þetta aðeins fyrir daginn í dag, við vorum að fara yfir öll þessi frábæru orð sem hafa komið til dæmis úr hýryrðakeppninni sem við höfum haldið undanfarin ár, frábær orð, kvár, stálp og önnur slík,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. „En gleðiganga, það orð, það hefur þessa djúpu merkingu fyrir okkur. Það er engin önnur pride ganga í heiminum sem á sér orð eins og þetta. Það nær einhvern veginn utan um hvernig íslenskt samfélag lítur á hinsegin samfélagið, og hvernig við viljum öll vera saman í þessu, þetta er algjörlega einstakt orð.“
Íslensk tunga Börn og uppeldi Bókmenntir Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira