Kennsluaðferðir í framhaldsskólum Davíð Snær Jónsson skrifar 17. desember 2017 11:55 Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar