Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. desember 2017 04:00 Þúsundir farþega voru strandaglópar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. vísir/eyþór Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57