Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 14:30 Michael Flynn sagði af sér eftir tæpan mánuð í starfi þjóðaröryggsráðgjafa Bandaríkjaforseta. Vísir/afp Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur hafnað því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. BBC greinir frá þessu. Wall Street Journal og NBC News hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum í gær að saksóknarinn Robert Mueller væri með Flynn og son hans Michael Flynn yngri, til rannsóknar vegna málsins. Robert Kelner, lögmaður Flynn, segir ásakanirnar um að Flynn-feðgarnir hafi átt fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar vera fáránlegar. Tyrklandsstjórn sakar Gülen um að vera höfuðpaurinn í misheppnaðri valdaránstilraun í landinu sumarið 2016. Gülen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum síðustu árin og vilja tyrknesk yfirvöld fá hann framseldan. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni 2016 og var síðar skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Hann var rekinn eftir að hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur hafnað því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. BBC greinir frá þessu. Wall Street Journal og NBC News hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum í gær að saksóknarinn Robert Mueller væri með Flynn og son hans Michael Flynn yngri, til rannsóknar vegna málsins. Robert Kelner, lögmaður Flynn, segir ásakanirnar um að Flynn-feðgarnir hafi átt fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar vera fáránlegar. Tyrklandsstjórn sakar Gülen um að vera höfuðpaurinn í misheppnaðri valdaránstilraun í landinu sumarið 2016. Gülen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum síðustu árin og vilja tyrknesk yfirvöld fá hann framseldan. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni 2016 og var síðar skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Hann var rekinn eftir að hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22