Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:30 Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu. Vísir/Ernir Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira