Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:02 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, kynnir hér Umhverfissjóð fótboltans. Getty/Michael Macor/fotboll.no Norðmenn ætla að losna við allt gúmmikurl úr gervigrasvöllum landsins og hafa þess vegna stofnað Umhverfissjóð fótboltans. Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund) Norski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund)
Norski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira