Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 15:44 Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein. Vísir/Getty Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar. Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar.
Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17
Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12