1,1 milljarður króna í ósóttar bætur Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 12:52 Una Jónsdóttir segir það vera áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. Íbúðalánasjóður Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una. Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una.
Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira