Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:06 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí en henni var frestað. Hún hófst síðan í morgun. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20