Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði