Íslenskt skyr í útrás til Asíu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2017 20:00 MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira