Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2025 10:39 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Arnar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Hagstofa Íslands birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir nóvember, sem lækkaði milli mánaða og gerði það að verkum að verðbólga mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. „Þetta eru frábær tíðindi, að sjá verðbólguna lækka þetta skarpt og vera komna núna niður í 3,7 prósent. Það var óvænt, ég skal fúslega viðurkenna það, en þetta sýnir hvað er að hægjast á öllu í íslensku efnahagslífi. Einu vonbrigðin sem má segja er það að Seðlabankinn hafi ekki stigið stærra skref við síðustu stýrivaxtaákvörðun,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í samtali við Vísi. „Aumingjalegt skref“ síðast Þar vísar Vilhjálmur til ákvörðunar peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur þann 19. nóvember síðastliðinn. Þá kallaði Vilhjálmur ákvörðunina „aumingjalegt skref í rétta átt“. „Þá má spyrja hvort það sé ekki full þörf á að Seðlabankinn boði til aukastýrivaxtaákvörðunar, sem þeir hafa heimild til að gera, í ljósi þessa. Einvörðungu í ljósi þess að það er ekki fyrr en í febrúar sem næsta ákvörðun Seðlabankans verður. Það er alveg ljóst að það verður að auka súrefni til fyrirtækja, heimila, sveitarfélaga. Þetta eru allt aðilar sem skulda gríðarlegar upphæðir. Þannig að það skiptir miklu máli að ná niður fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja hér hratt og vel,“ segir hann nú. Áhætta Seðlabankans lítil Vilhjálmur veltir því fyrir sér hvernig ákvörðun peningastefnunefndar hefði verið síðast ef hún hefði haft vitneskju um það að aðeins liðlega viku síðar myndi verðbólga mælast 3,7 prósent. „Þá er þetta náttúrulega gríðarleg hvatning fyrir Seðlabankann að auka við af því að ákvörðun sem er tekin í dag hjá Seðlabankanum, hún tekur marga, marga, marga mánuði að hafa raunveruleg áhrif. Þannig að áhættan hjá Seðlabankanum væri ekki ýkjamikil. Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir nóvember, sem lækkaði milli mánaða og gerði það að verkum að verðbólga mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. „Þetta eru frábær tíðindi, að sjá verðbólguna lækka þetta skarpt og vera komna núna niður í 3,7 prósent. Það var óvænt, ég skal fúslega viðurkenna það, en þetta sýnir hvað er að hægjast á öllu í íslensku efnahagslífi. Einu vonbrigðin sem má segja er það að Seðlabankinn hafi ekki stigið stærra skref við síðustu stýrivaxtaákvörðun,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í samtali við Vísi. „Aumingjalegt skref“ síðast Þar vísar Vilhjálmur til ákvörðunar peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur þann 19. nóvember síðastliðinn. Þá kallaði Vilhjálmur ákvörðunina „aumingjalegt skref í rétta átt“. „Þá má spyrja hvort það sé ekki full þörf á að Seðlabankinn boði til aukastýrivaxtaákvörðunar, sem þeir hafa heimild til að gera, í ljósi þessa. Einvörðungu í ljósi þess að það er ekki fyrr en í febrúar sem næsta ákvörðun Seðlabankans verður. Það er alveg ljóst að það verður að auka súrefni til fyrirtækja, heimila, sveitarfélaga. Þetta eru allt aðilar sem skulda gríðarlegar upphæðir. Þannig að það skiptir miklu máli að ná niður fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja hér hratt og vel,“ segir hann nú. Áhætta Seðlabankans lítil Vilhjálmur veltir því fyrir sér hvernig ákvörðun peningastefnunefndar hefði verið síðast ef hún hefði haft vitneskju um það að aðeins liðlega viku síðar myndi verðbólga mælast 3,7 prósent. „Þá er þetta náttúrulega gríðarleg hvatning fyrir Seðlabankann að auka við af því að ákvörðun sem er tekin í dag hjá Seðlabankanum, hún tekur marga, marga, marga mánuði að hafa raunveruleg áhrif. Þannig að áhættan hjá Seðlabankanum væri ekki ýkjamikil.
Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira